Færslur: 2013 Apríl

22.04.2013 19:36

Sumar í Krossavík

Vorið er komið og spennandi sumar er framundan á Snæfellsnesi. Hvítahúsið er að verða tilbúið og það verður gaman að heimsækja það í sumar .
Hér kemur úrvals uppskrift af brauði:

Seytt rúgbrauð

5 bollar hveiti

5 bollar rúgmjöl

2 bollar sykur

Kúfuð matskeið af fínu salti

1 l.  Mjólk

2 sléttfullar matskeiðar pressuger

Leysa gerið upp í hluta mjólkurinnar, við stofuhita.

Hnoða lítið, smyrja ofnpott, setja degið í  og smyrja smjöri ofan á  degið

Baka í 12 klst. við 100 c°


  • 1

Mávur l Kt.: 680509-0850 l Bnr: 0111-26-10080 l VSK 104164 l Sími: 845 1780 l Netfang: mavur@mavur.is