Saltport -lýsing á húsi

Húsið "Saltport" er 150 m2. Það skiptist í tvö rými sem eru þó ekki fyllilega aðskilin. Vinnusalur sem er  90 m2 á honum eru tvær iðnaðarhurðir, önnur er 3,00 m á breydd og 2,80 m á hæð en hin 3,40 m á breydd og 3,60 m á hæð. Einnig er venjulegur inngangur inn í húsið í þessu rými.
í salnum er stórt vinnuborð og ýmis verkfæri. Lofthæð er 3,30 m við útvegg en 5,00 m í mæni.
4 tröppur eru upp á pall sem er 50 m2. Á pallinum er salerni, eldhús, setustofa og sýniningarými. Útsýnið er ólýsanleg sjávarsýn.  Íportinu sem er um 200 m2  með þremur opnum gluggum út á sjóinn er fyrirtaks útisýningasvæði og vinnuaðstaða.

Mávur l Kt.: 680509-0850 l Bnr: 0111-26-10080 l VSK 104164 l Sími: 845 1780 l Netfang: mavur@mavur.is